Ástandsskoðun vegna sölu fasteignar
- Skrifað af Super User
- Flokkur Ástandsskoðun
SÖLUSKOÐUN
Tilgangur
Með söluskoðun lýsir seljandi ástandi eignarinnar miðað við aldur hennar.
Markmið
Skrá skemmdir og hrörnun eignarinnar sem teljast vera meiri en aldur eignarinnar gefur tilefni til. Athuga atriði sem geta haft áhrif á kostnað eftir sölu og fallið gæti undir upplýsingaskyldu seljanda í samræmi við lög um fasteignarkaup, eða leitt til samskiptaerfiðleika á milli seljanda og kaupanda eftir sölu.
Ástandsmat
Eignin er sjónskoðuð, ekki eru hlutir hreyfðir, nema full ástæða sé til þess. Matsmaður hefur með sér teikningu af eigninni og skoðar hvort þær séu í samræmi við hana.
Stærðir eignarinnar eru staðfestar ef réttar eru samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands[1].
Úttektir opinberra aðila eru athugaðar svo og lokaúttekt.[2]Virkni tækja eru athuguð.
Innréttingar, hurðir og gólfefni er metið samkvæmt matslykli.
Atriðin sem skoðuð eru eru metin samkvæmt matslykli.
Málning veggja, veggefni, gluggum, gleri og opnalegum fögum er metið.
Athugað er sérstaklega hvort leki er eða hefur verið í eigninni.
Ef ummerki eftir leka sjást er staðurinn rakamældur.
Að utan eru veggir athugaðir.
Þak og þakkantar.
Þakrennur og niðurföll.
Garður og gróður
Gangstétt og bílaplan
Athugaður er eignaskiptasamningur og gildi hans.
Svo og önnur réttindi og skyldur sem gætu fylgt eigninni.Eftir skýrslugerðina er til heildstæð skýrsla sem seljandi getur notað til að uppfylla upplýsingarskyldu sína samkvæmt. Öll eftir vandræði eða ónæði eftir fasteignaviðskipin ættu ekki að koma til álita.
4. Skoðunartími
Skoðun venjulegrar íbúðar tekur 1 - 4 klst eftir umfangi og tími til skýrslugerðar til viðbótar í samræmi við það.
5.Verð
Verð er breytilegt eðli málsins samkvæmt. Það markast fyrst og fremst af stærð og ástandi. Skýrsla um vel umhirta eign sem er stór getur kostað mun minna en um litla eign illa umhirta. Meðalverð getur verið á bilinu 50 – 150.000.- miðað við 180 m² eign.
Hægt er að sækja skjalið hér
[1] Af aðila sem hefur leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar.
[2] Fer eftir aldri eignarinnar. Á gömlum eignum eru úttektir ekki athugaðar.