Leiguskoðun - leiguúttekt
- Skrifað af Super User
- Flokkur Leiguskoðun
Skoðunarstofan hefur um árabil skoðað eignir fyrir leigusala og leigutaka við byrjun og lok leigutíma. Líklegast er þetta ódýrasta tryggingin fyrir sanngjörnum leiguviðskiptum.
Skoðunarstofan hefur tölvuvætt skoðanirnar og tryggir að upplýsingarnar er hægt að nálgast hvar sem er hvenær sem er með síma eða tölvu. úttektin er rituð beint í tölvu, prentuð út til undirskriftar úttektarmanns, leigutaka og leigusala á staðnum. Hver fulltrúi fær eitt eintak til varðveislu. Myndir eru teknar ef þess er óskað og þær varðveittar á sama hátt.
Hér til vinstri er nánari upplýsingar um framkæmd skoðunar við leigubyrjun og leigulok.
Síðast uppfært Sunnudagur, 20 Desember 2015 22:53